4. flokkur kvenna lagđi Ţór 2.

Stelpurnar í 4. flokki Völsungs tóku á móti Ţór 2 á Húsavíkurvelli í dag og unnu stórsigur, 5-1 en fyrri leik liđanna í sumar lauk međ sigri

4. flokkur kvenna lagđi Ţór 2.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 181 - Athugasemdir ()

Elma Rún Ţráinsdóttir.
Elma Rún Ţráinsdóttir.

Stelpurnar í 4. flokki Völsungs tóku á móti Þór 2 á Húsavíkurvelli í dag og unnu stórsigur, 5-1 en fyrri leik liðanna í sumar lauk með sigri akureyrarstelpnanna 2-1.

 

 

 

Sonja Sif Þórólfsdóttir kom Völsungum yfir strax í upphafi leiks og Heiðdís Hafþórsdóttir skoraði annað mark þeirra um miðbik fyrri hálfleiks. Þannig var staðan í hálfleik og Jóney Ósk Sigurjónsdóttir skoraði þriðja mark heimamanna áður en gestirnir minnkuðu muninn. Jóney Ósk bætti svo öðru marki sínu við og á lokamínútunum innsiglaði Elma Rún Þráinsdóttir sigurinn með góðu marki og lokastaðan því 5-1.

 

Hægt er að skoða myndir frá leiknum hér


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ