11-0 sigur á Sindra frá Hornafirđi.

Völsungsstúlkurnar í meistaraflokki tóku á móti Sindra frá Hornafirđi á Húsavíkurvelli í dag. Völsungar náđu forystu međ marki Gígju Valgerđar

11-0 sigur á Sindra frá Hornafirđi.
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 231 - Athugasemdir ()

Gígja Valgerđur kom Völsungum á sporiđ.
Gígja Valgerđur kom Völsungum á sporiđ.
Völsungsstúlkurnar í meistaraflokki tóku á móti Sindra frá Hornafirði á Húsavíkurvelli í dag. Völsungar náðu forystu með marki Gígju Valgerðar Harðardóttur þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum.

 

Þannig var staðan í hálfleik en allar varnir Sindrastúlkna brustu í þeim síðari. Völsungar skoruðu þá tíu mörk og úrslitin því 11-0 heimastúlkum í vil.

 

Eins og fyrr segir skoraði Gígja Valgerður fyrsta mark Völsunga. Arna Benný systir hennar skoraði síðasta mark leiksins á 90. mínútu en í millitíðinni skoruðu þær Berglind Ósk Kristjánsdóttir, sem setti fjögur mörk, Hafrún Olgeirsdóttir og Guðlaug Sigríður Magnúsdóttir með tvö mörk hvor og Dagný Björk Aðalsteinsdóttir skoraði eitt mark.

 

Liðin mætast aftur kl. 12 á morgun, mánudag en leikirnir eru í B. riðli 1. deildar íslandsmótsins. Sá leikur er síðasti heimaleikur Völsungs í riðlinum og því um að gera fyrir þá sem geta að koma og styðja stelpurnar til sigurs.

 

Meðfylgjandi mynd af Gígju Valgerði tók Halli Sig fyrr í sumar.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ