0-1 tap Egilsstumrttir - Ingvar Bjrn - Lestrar 401 - Athugasemdir ( )
Eftir 25.mínútna leik fengu Hattarmenn vítaspyrnu eftir að brot hafði verið dæmt
á Gunna Sigga. Framherji þeirra óð þá inn í vítateiginn og féll flatur í poll. Sigurður Donys steig á vítapunktinn,
tók einhver dansspor í aðhlaupi sínu og skaut svo framhjá markinu. Vandræðalega farið með vítaspyrnuna eftir þessi monthopp hans.
Örskömmu síðar skoruðu heimamenn eina mark leiksins. Langur bolti fram völlinn var misreiknaður af Jónasi, sem var í kapphlaupi við framherja,
eftir að hann skoppaði í polli. Barátta miðvarða okkar við Garðar Má Grétarsson endaði með því að okkar menn lágu
eftir og skot Garðars frá vítateig endaði í netmöskvunum. 1-0 fyrir Hetti og þannig var staðan í hálfleik.
Strax á upphafsmínútu seinni hálfleiks vildu Völsungar fá vítaspyrnu eftir að Hafþór Mar féll við innan vítateigs en
ekkert var dæmt. Ritstjóri var ekki kominn í nægilega góða stöðu eftir hléið til þess að sjá hvað gerðist en
Kúti var ekki sáttur í brekkunni.
Jónas Halldór átti skalla úr góðu færi eftir hornspyrnu sem fór framhjá markinu og markvörður heimamanna varði meistaralega
með fingurgómunum eftir skalla Elfars Árna.
Hinum megin á vellinum sluppu Hattarmenn tvisvar í gegn og varði Kjartan Páll stórglæsilega í bæði skiptin.
Hratt var sótt á bæði lið og virkuðu báðar varnirnar óöruggar í þessum aðstæðum. Okkur tókst þó
ekki að færa okkur það í nyt og því fór sem fór. 0-1 tap staðreynd og þriðja tapið í röð.
Mun meiri barátta var í okkar mönnum í dag heldur en síðast en betur má ef duga skal. Við þurfum að bæta okkar sóknarleik en
Elfar Árni barðist mikið á toppnum í dag og vann fullt af boltum. Mér fannst dómarinn reyndar fulloft dæma Elfar brotlegan og það ranglega
en miðvörðurinn á honum fiskaði brotin vel.
Mér fannst jafnræði með liðunum í dag lengstan partinn og við verðskulda mark. En það er ekki nóg. Ármann átti fína
innkomu á miðjuna og vann mikið af boltum. Annars vorum við stundum of bráðir í ákvarðanatöku með hvert skyldi senda boltann. Við megum
minnka stressið þegar við höfum boltann.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Aftureldingu, laugardaginn 18.júní. Afturelding hefur líka tapað síðustu þremur leikjum og hafa verið í
basli. Við skulum ákveða það hér og nú að vinna þann leik og gefa okkur alla í það stríð. Við þurfum að
berjast af fullum krafti í 90 mínútur plús og ég vona að menn verði tilbúnir til þess að hrista af sér slenið á
laugardaginn. Við töpum ekki fleiri heimaleikjum í sumar!
Byrjunarlið Völsunga:Kjartan, Stefán Jón, Gunni Siggi, Jónas, Jóhann Páll, Arnþór,
Ármann, Bjarki, Hafþór, Kristján Steinn og Elfar Árni.
Bekkur: Steinþór, Sigvaldi, Rafnar, Alli Jói og Sindri.
Athugasemdir