Jói Páls: Stelpurnar mun klárari í slagsmál en áđurÍţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 623 - Athugasemdir ( )
,,Að mörgu leyti var leikurinn ágætur. ÍA liðið spilar vel og eru mjög flott lið. Ég er mjög ánægður með baráttuna í mínu liði og það er kannski jákvæðast að þær halda baráttu sinni út leikinn, í 120 mínútur,” sagði Jóhann Rúnar Pálsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Völsungi um leik liðsins gegn ÍA í dag.
,,Undirbúningi okkar fyrir mót er langt í frá lokið en við eigum eftir í það minnsta einn æfingarleik gegn Þór/KA í næstu viku og svo kannski einn annan í viðbót,” sagði Jói aðspurður um hvort þetta væri lokaundirbúningur liðsins fyrir mót.
,,Miðað við leikinn í dag þá er hópurinn sem við höfum í dag klár fyrir þetta Íslandsmót. Mjög jákvætt við leikinn í dag er það að stelpurnar virtust mun klárari í slagsmál heldur en oft áður og gáfust aldrei upp” sagði Jói að lokum.
Athugasemdir