Hver verður Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024?

Verðlaunaafhendingin, framúrskarandi ungur íslendingur verður haldin 4 desember næstkomandi og tilnefningarnar streyma inn.

Hver verður Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024?
Fréttatilkynning - - Lestrar 53

Verðlaunaafhendingin, framúrskarandi ungur íslendingur verður haldin 4 desember næstkomandi og tilnefningarnar streyma inn.
 
Á viðburðinum er JCI Ísland að heiðra ungt fólk á aldrinum 18-40 ára, sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni. Þetta er unga fólkið okkar sem kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni.
 
Við setjum það í hendurnar á fólkinu í landinu að tilnefna einhvern í sínu nærumhverfi og aldrei að vita hvort viðkomandi lendi á topp tíu lista.  
Opið er fyrir tilnefningar á  www.framurskarandi.is og er síðasti dagur til að tilnefna 10 nóvember.  
 
Sérstök dómnefnd mun fara yfir tilnefningar og velja 10 framúrskarandi einstaklinga sem hljóta viðurkenningu.
 
Einn þessara einstaklinga hlýtur svo verðlaunin Framúrskarandi ungur  Íslendingur 2024, sem forseti Íslands Halla Tómasdóttir veitir við hátíðlega athöfn.  

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744