Góðgerðar dans og jóga fjölskylduviðburður slær í gegn á Húsavík til styrktar barnaheimili á Indlandi

Í tilefni af alþjóðlegum degi ættleiðingar þann 9. nóvember komu fjölskyldur á öllum aldri saman í sal Framsýnar á Húsavík í góðgerðar dans og jóga

Sigrún Björg og Lia.
Sigrún Björg og Lia.
Í tilefni af alþjóðlegum degi ættleiðingar þann 9. nóvember komu fjölskyldur á öllum aldri saman í sal Framsýnar á Húsavík í góðgerðar dans og jóga viðburð innblásinn af indverskri menningu.
 
Viðburðurinn var haldinn af Liu Annisius Askelöf, barna- og fjölskyldujógakennara, og Sigrúnu Björgu Steinþórsdóttur, zumbakennara, en þær eru báðar tengdar ættleiðingum og hafa dvalið á Indlandi í sjálfboðastörfum.
 
Gleðin var ríkjandi þar sem salurinn fylltist af þátttakendum á öllum aldri frá 2-73 ára. Þessi einstaka stund sameinaði hreyfingu, slökun og skemmtun fyrir alla. Gleðinni var svo dreift víðar þar sem allur ágóði rennur áfram til góðgerðarsamtakanna Illuminate India sem styrkja barnaheimili í Kolkata, þaðan sem nokkrir Húsvíkingar eru ættleiddir, meðal annars eiginmaður Liu, Daníel Annisius.
 
Þær vinkonur hófu saman í haust að bjóða uppá fyrir börn dans og jóganámskeið í Hvalasafninu á Húsavík. Tímarnir hafa notið mikilla vinsælda og aukanámskeiði bætt við frá upphafi sem fylltist líka. Fjölskyldur frá Húsavík og sveitum í kring hafa tekið þessu nýja tækifæri fagnandi en vikulegu tímarnir bjóða uppá gæðastundir fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
 
Námskeiðin fyrir þessa önn ljúka um miðjan nóvember en áhrif þessara samverustunda eru meira en bara hreyfing og slökun; það sýnir mikilvægi þess að bjóða uppá uppbyggilegar tómstundir fyrir börn á landsbyggðinni sem fagna fjölbreytileika samfélagsins okkar.
Aðsend mynd
 
Aðsend mynd
 
Aðsend mynd

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744