Framsýn styrkir Blakdeild Völsungs

Framsýn og Blakdeild Völsungs hafa gert með sér samkomulag um að félagið styrki starfsemi deildarinnar næstu tvö árin.

Framsýn styrkir Blakdeild Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 95

Framsýn og Blakdeild Völsungs hafa gert með sér samkomulag um að félagið styrki starfsemi deildarinnar næstu tvö árin.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða framlengingu á fyrri samningi.

Styrkurinn felst í því að Framsýn tekur þátt í búningakaupum á blaklið Völsungs auk þess sem félagið fær auglýsingu á vegg í Íþróttahöllinni á Húsavík.

Framsýn hefur lengi verið sterkur bakhjarl æskulýðs- og íþróttastarfs á félagssvæðinu sem eru Þingeyjarsýslur frá Vaðlaheiði að Raufarhöfn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744