Vladica Djordjevic í Völsung - Bozicic heimÍþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 827 - Athugasemdir ( )
,,Þetta eru jákvæðar fréttir. Hann er góður og reyndur leikmaður með mikinn hraða og sprengikraft. Ég hef séð hann spila í Serbíu og hann stóð sig vel þar," sagði Dragan um nýja framherja liðsins en Djordjevic er fæddur árið 1981. Hann var til að mynda eitt sinn á reynslu hjá Valsmönnum er Willum var við stjórnvölinn.
Djordjevic mætir á víkina í næstu viku og nær sínum fyrsta leik gegn Leikni R.
,,Hann kemur í næstu viku og verður vonandi klár í leikinn á móti Leikni. Það verður spennandi að sjá hann og við hlökkum til að fá hann í hópinn," bætti Dragan við.
Dejan Bozicic framherji sem er búinn að vera að æfa með liðinu undanfarnar vikur og spilaði með liðinu í fyrstu umferðinni er hinsvegar snúinn aftur til síns heima þar sem hann fann sig ekki hjá liðinu.
,,Hann stóð ekki undir væntingum og þetta gekk bara ekki upp. Við þurftum mjög sterkan framherja og ég tel Djordjevic mun betri kost svo þessi niðurstaða er best fyrir alla," sagði Dragan að lokum.
Athugasemdir