Umfjöllun & viðtöl: Bikarævintýrið á enda - Gunni Siggi fór í rammann

Völsungar heimsóttu lærisveina Ásmundar Arnars í Fylki er liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunabikarsins í Árbænum í kvöld. Mikið var um breytingar á

Umfjöllun & viðtöl: Bikarævintýrið á enda - Gunni Siggi fór í rammann
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 962 - Athugasemdir ()

Gunni sinnti fjölmiðlum eftir leik
Gunni sinnti fjölmiðlum eftir leik

Völsungar heimsóttu lærisveina Ásmundar Arnars í Fylki er liðin mættust í 32-liða úrslitum Borgunabikarsins í Árbænum í kvöld. Mikið var um breytingar á liði Völsungs frá síðasta leik en Dragan gerði alls fimm breytingar og meðal annars var fyrirliði liðsins fjarrverandi og aðrir lykilmenn hvíldir. Völsungar stóðu í heimamönnum fyrstu 82.mínúturnar en svo kláruðu Fylkir leikir og lokatölur 2-0 í Lautinni.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic (Péter Odróbéna 67'), Sveinbjörn Már Steingrímsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson (f), Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Orri Hjaltason, Halldór Fannar Júlíusson, Ármann Örn Gunnlaugsson, Eyþór Traustason (Vladica Djordjevic 57'), Sindri Ingólfsson (Ásgeir Sigurgeirsson 57'), Arnþór Hermannsson.

klefinnn

Okkar menn hafa stimplað sig út úr Borgunarbikarnum og ævintýrið á enda þetta árið en þeir gerðu það með sæmd. Fylkismenn mættu vængbrotnir til leiks, án sigurs í Pepsi deildinni og það var ljóst að Ási Arnars ætlaði sér áfram í keppninni þar sem hann stillti upp mjög sterku byrjunarliði.

Heimamenn lágu vel á okkur í fyrri hálfleik og það var óþarflega mikil hræðsla og virðing til að byrja með sem þó gekk úr strákunum er leið á leikinn. Fylkir áttu nokkur ágætis færi en fínn varnarleikur og með Dejan frábæran í markinu kom í veg fyrir að þeir næðu að opna markareikninginn. Halldór Fannar bjargaði í eitt skiptið virkilega vel er hann skallaðu boltann af línunni eftir fastan skalla úr teginum eftir horn heimamanna.

lautin

Völsungar voru grátlega nálægt því að komast yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum. En heimamenn björguðu þá í tvígang vel og í seinna skiptið á línu eftir hörkuskot frá Arnþóri. Okkar menn áttu engin önnur færi í fyrri hálfleik og staðan markalaus, 0-0, þegar góður dómari leiksins, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, flautaði til leikhlés.

Eitt mesta ánægjuefni þessarar ferðar var mæting Völsunga á leikinn. Virkilega gaman og hrikalega dýrmætt fyrir strákanna að sjá og finna þennan stuðning sem þeir fá fyrir sunnan. Þetta gefur góð fyrirheit þegar liðið mætir í útileikina í sumar og vonandi að stuðningsmenn Völsungs haldi áfram uppteknum hætti. Þið áttuð lautina í kvöld þó svo að heimamenn hafi mætt með trommur og ég veit ekki hvað og hvað, þeir týndust í sinni eigin Lautarferð væntanlega. Húsvíkingar öskruðu, það var sungið, það var klappað, það voru settir Völsungstreflar um háls, margar fyrrum stjörnur liðsins og uppaldir Völsungar voru á staðnum, Sigga Kling í spari Völsungskjólnum, Henry Birgir í Jónasar Hallgríms coacharanum, stuðningsmenn í treyjunum og allur pakkinn. Fullt hús fyrir kvöldið í kvöld kæru stuðningsmenn.

studningsmenn
Hér má sjá hluta af þeim frábæru stuðningsmönnum er mættu í kvöld.

Á 58.mínútu meiddist Dejan Pesic og þó svo að sjúkraþjálfari okkar þennan daginn Húsvíkingurinn Særún Jónsdóttir hafi reynt allt til þess að halda honum inná þá þugði það ekki til og meiðsli Dejan Pesic það mikil að hann gat ekki haldið áfram. Odrobéna kom inn af bekknum í hans stað og enginn annar en Kletturinn, Gunnar Sigurður Jósteinsson, límdi á sig markmannshanskana og fór í rammann.

Gunni Siggi varði í þrígang stórkostlega og heyrði maður áhorfendur heimamanna tala um köttinn en þá svöruðu stuðningsmenn Völsungs "ÞETTA ER KLETTURINN" ekki kötturinn. Vel gert hjá Gunna að henda sér í rammann með yfirvegun á við hestgamlan prófessor.

Völsungar stóðu í þeim allt þar til á 82.mínútu leiksins en þá skoraði Viðar Örn Kjartansson af stuttu færi eftir fína sókn upp hægri vænginn. Þeir bættu við öðru markinu í uppbótartíma og þar með var bikarævintýrið á enda.

Margt jákvætt í þessu og gaman fyrir þessa ungu stráka sem og hina að fá að þefa aðeins af Pepsi liði. Ég vil meina að ef við hefðum verið með okkar sterkasta lið þá hefðum við alveg getað klárað Fylkismenn í kvöld þar sem það var enginn Pepsi bragur á þeirra spilamennsku í kvöld, alls ekki. Þá er það bara deildin sem við þurfum að einbeita okkur að þar sem við bíðum enn eftir fyrsta sigrinum þar. Nú snúa menn bökum þétt saman og sækja hann í næstu umferð 1.deildar er Þróttur Reykjavík koma í heimsókn um næstu helgi. Áfram gakk!!

Hér fyrir neðan má sjá viðtöl eftir leikinn

Gunnar fór í markið: Tek þá stöðu sem býðst
gunni1


Dragan: Hefði verið gaman að fara áfram í bikarnum
dragan


Vísir.is:
Hetjuleg barátta Húsvíkinga
Umfjöllun og viðtöl við Gunna og Ása Arnars

kubbað
Sindri, Sigvaldi og Halldór Kára fengu að leika sér með Lego á flugvellinum

flug


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð