Umfjöllun: Eldskírn á Ásvöllum

Völsungar mættu Haukum á Ásvöllum í 11.umferð 1.deildar karla. Fyrir leikinn sátu heimamenn í þriðja sæti deildarinnar með átján stig en Völsungur á botni

Umfjöllun: Eldskírn á Ásvöllum
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1005 - Athugasemdir ()

Völsungar mættu Haukum á Ásvöllum í 11.umferð 1.deildar karla. Fyrir leikinn sátu heimamenn í þriðja sæti deildarinnar með átján stig en Völsungur á botni deildarinnar með tvö stig. Sex mörk voru skoruð í leiknum og eitt rautt spjald fór á loft en einum fleiri allan síðari hálfleikinn tókst Völsungum ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur, 5-1, fyrir heimamönnum.

Byrjunarlið Völsungs: Sveinbjörn Grímsson, Sveinbjörn Már Steingrímsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Sindri Ingólfsson(Halldór Kárason '84), Ármann Örn Gunnlaugsson, Péter Odróbena, Halldór Fannar Júlíusson, Hrannar Björn Steingrímsson(f), Ármann Örn Gunnlaugsson(Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '70), Eyþór Traustason(Bergþór Atli Örvarsson '65), Ásgeir Sigurgeirsson.

Völsungar byrjuðu leikinn með látum. Strax á þriðju mínútu kom fyrsta mark leiksins en þá lagði Hrannar Björn fyrirliði boltann snyrtilega inn fyrir á Ásgeir Sigurgeirsson sem kláraði færið af fagmennsku og staðan 0-1 fyrir grænum.

1

Það gerðist lítið markvert næstu tuttugu mínúturnar eða svo en á 25 mínútu leiksins jöfnuðu heimamenn með góðu skoti Brynjars Benediktssonar rétt fyrir utan teig sem hafnaði í stöngina og inn, 1-1, og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur fór fjörlega af stað því strax á 47 mínútu fengu heimamenn rautt spjald er Kristján Ómar Björnsson braut á Ásgeiri Sigurgeirssyni sem var sloppinn í gegn. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, gat lítið annað en sótt rauða spjaldið í vasann og otað því með góðri samvisku framan í Kristján Ómar og þar með hans leik lokið þetta kvöldið. Í kjölfarið tók Hrannar Björn aukaspyrnu sem fór rétt framhjá markinu.

3

Rúmum tíu mínútum síðar tóku Haukar forystuna einum manni færri og gott betur því Hilmar Geir Eiðsson skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla. Staðan, 3-1, eftir 62 mínútur.

Völsungar áttu fínar tilraunir eftir þetta en Odróbena átti fast skot í stöngina og Hrannar Björn fína marktilraun sem markvörður Hauka varði vel. Sömuleiðis voru Völsungar stál heppnir þegar um tíu mínútur lifðu leiks en góður varnarleikur hjá Pétri Kling kom í veg fyrir að sóknarmaður þeirra náði góðu skoti og boltinn langt yfir markið.

Haukar bættu svo í þegar fram yfir venjulegan leiktíma var komið og bættu við tveimur mörkum. Það fyrra kom á 93 mínútu er Björgvin Stefánsson skoraði og fimmta og síðasta markið kom svo úr vítaspyrnu á 95 mínútu en þar var að verki Hilmar Arnarsson. Þar við sat og lokatölur á Ásvöllum, 5-1.

Þrír leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik með liðinu í sumar og þar af tveir sinn fyrsta frá upphafi með meistaraflokki félagsins. Þeir félagar Bergþór Atli Örvarsson og Halldór Kárason spiluðu sína fyrstu meistaraflokksleiki og Aðalsteinn Jóhann Friðriksson sem nýlega kom aftur til liðs við Völsung frá taplausa utandeildarliðinu Bumban á'ðér spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung í sumar. Bergur Jónmundsson er sömuleiðis snúinn aftur til liðsins en unnið er að koma leikheimild hans í gegn og má vænta þess að sjá hann í leikmannahópnum í næstu umferð.

2
    Aðalsteinn Jóhann kom inná gegn Haukum í sínum fyrsta leik í sumar.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð