12. júl
Sveinbjörn Már: Börðumst allir vel og gengum ekki af velli með hangandi hausÍþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1056 - Athugasemdir ( )
Sveinbjörn Már Bergmann Steingrímsson átti flottan leik í kvöld líkt og aðrir leikmenn Völsungs sem börðust eins og ljón allan leikinn. Völsungar misstu mann af velli eftir hálftíma leik er Sigvaldi fékk rautt og svo annan á 65 mínútu er Guðmundur fékk sömuleiðis rautt spjald en menn gáfust ekki upp og kláruðu leikinn með sæmd. Lokatölur á Húsavíkurvelli, Völsungur 1-3 Víkingur R.
Sveinbjörn Már Steingrímsson var kosinn maður leiksins af dómnefnd kvöldsins og hér má sjá viðtal við hann eftir leikinn.
Athugasemdir