Klingenberginn: Líður eins og að ég hafi verið í þessu liði í tíu ár

,,Tilfinningin er æðisleg að vera á toppnum," sagði Pétur Ásbjörn Sæmundsson eftir sigurinn á Reyni. ,,Það er svo gaman að vinna og strákarnir eru

Klingenberginn: Líður eins og að ég hafi verið í þessu liði í tíu ár
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 679 - Athugasemdir ()

Pétur Ásbjörn Sæmundsson
Pétur Ásbjörn Sæmundsson

,,Tilfinningin er æðisleg að vera á toppnum," sagði Pétur Ásbjörn Sæmundsson eftir sigurinn á Reyni.

,,Það er svo gaman að vinna og strákarnir eru frábærir þannig ég er bara ekkert nema gleðin," bætti Pétur Ásbjörn við sem að hefur smellpassað inn í lið Völsungs en liðið hefur unnið alla leikina eftir að Klingenberginn kom til liðsins.

,,Eins og ég segi þá eru strákarnir flottir og búnir að hjálpa mér að komast inn í þetta þannig hingað til hefur þetta verið frábært," sagði Pétur en hvernig líkar honum lífið á Húsavík?

,,Þetta er svolítið öðruvísi fyrir mig en ég hef gaman að því. En ég segi bara enn og aftur þá eru strákarnir búnir að vera frábærir og reynst mér vel. Mér líður eins og að ég hafi verið í þessu liði í tíu ár," segir Pétur en næsti leikur er gegn Dalvík/Reyni á útivelli og hlakkar honum mikið til þess að fara á Dalvík þar sem að má búast við grjóthörðum leik.

,,Það verður hörkuleikur og ég hef gaman að alvöru baráttu leikjum. Ég hef gaman að því að ýta og sparka aðeins í þá svo ég verð meira en klár í þennan leik," sagði Pétur yfirvegaður að lokum.

kling

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Kóngarnir á toppnum

Halldór Fannar: Get ekki beðið eftir því að mæta Bessa frænda


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð