Hrannar Björn og Ásgeir báðir á leið erlendis til reynslu

Okkar menn Ásgeir Sigurgeirsson og fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson eru báðir á leið erlendis um helgina þar sem þeir munu fara á reynslu

Hrannar Björn og Ásgeir báðir á leið erlendis til reynslu
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1035 - Athugasemdir ()

Það er alltaf gaman að bera út jákvæðar fréttir en þessar ættu þó ekki að koma neinum á óvart. Okkar menn Ásgeir Sigurgeirsson og fyrirliðinn Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson eru báðir á leið erlendis um helgina þar sem þeir munu fara á reynslu í viku tíma.

Hrannar Björn heldur til Noregs þar sem hann mun æfa með 1.deildarliðinu Ullensaker/Kisa en markvörðurinn Stefán Logi Magnússon fyrrum leikmaður Lilleström og KR spilar með liðinu.

Ásgeir fer aftur á móti til Belgíu og æfir með Club Brugge en líkt og margir vita þá er Eiður Smári Guðjohnsen á mála hjá félaginu.

Við óskum þeim alls hins besta og vonandi að þeir nái að sýna sínar bestu hliðar þarna úti. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot sem við tókum saman með Hrannari og Ásgeiri.




Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð