05. júl
Fréttatilkynning - Samkomulag um starfslok Dragan StojanovicÍþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 1059 - Athugasemdir ( )
Fréttatilkynning – Í.F. Völsungur
Húsavík 5.júlí 2013
Samkomulag hefur náðst um starfslok aðalþjálfara Völsungs í meistaraflokki karla í knattspyrnu, Dragans Stojanovic, en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins undanfarin tvö keppnistímabil með góðum árangri, en liðið varð Íslandsmeistari 2. deildar á síðasta keppnistímabili undir hans stjórn.
Stjórn knattspyrnuráðs vill þakka Dragan Stojanovic fyrir hans framlag í þágu félagsins um leið og honum er óskað velfarnaðar í þeim störfum sem hann mun taka sér fyrir hendur.
Stjórn Knattspyrnudeildar Völsungs
Aðalstjórn Í.F. Völsungs
Athugasemdir