Ásgeir skrifaði undir til ársins 2016

Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði undir samning við Völsung í kvöld sem gildir út árið 2015. Ásgeir sannaði síðasta sumar að hann á framtíðina fyrir sér og

Ásgeir skrifaði undir til ársins 2016
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 811 - Athugasemdir ()

Ásgeir Sigurgeirsson skrifaði undir samning við Völsung í kvöld sem gildir út árið 2015. Ásgeir sannaði síðasta sumar að hann á framtíðina fyrir sér og virkilega ánægjulegt að sjá leikmann eins og hann halda tryggð við félagið.

Ásgeir hlaut titilinn Knattspyrnumaður Húsavíkur 16 ára og yngri og íþróttamaður Húsavíkur 2012. Hann var einnig kosinn efnilegasti leikmaður tímabilsins svo það er ljóst að hann er svo sannarlega framtíðarleikmaður Völsungs sem og landsliða Íslands. Glæsilegar fréttir fyrir liðið og óskum við okkar manni til hamingju með samninginn.

Hér má sjá viðtal við Ásgeir og myndbrot frá undirskriftinni.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð