Ásgeir kominn á blað með U17 á Norðurlandamótinu í Færeyjum

U17 ára landslið karla tapaði, 2-1, gegn sterku liði Svía þegar að fyrsta umferð opna Norðurlandamótsins í Færeyjum fór fram í gær.

Ásgeir kominn á blað með U17 á Norðurlandamótinu í Færeyjum
Íþróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 558 - Athugasemdir ()

Ásgeir skoraði mark Íslands gegn Svíum
Ásgeir skoraði mark Íslands gegn Svíum

U17 ára landslið karla tapaði, 2-1, gegn sterku liði Svía þegar að fyrsta umferð opna Norðurlandamótsins í Færeyjum fór fram í gær.

Að sjálfsögðu var okkar maður Ásgeir Sigurgeirsson í sviðsljósinu því að hann skoraði eina mark Íslands í leiknum og jafnaði metin í ,1-1, á 29.mínútu leiksins.

Næsti leikur íslenska liðsins er í dag gegn U19 ára landsliði Færeyja núna kl.17:00 en það lið tapaði 5-0 gegn Dönum í gær. Á fimmtudag mætir íslenska liðið síðan Dönum í síðasta leik riðilsins áður en leikið verður um sæti.

Til hamingju landsliðskrulluhnokkinn okkar og haltu áfram raða þeim inn fyrir þjóðina!

geiri


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiðfjörð