Tomasz Jan Horyn nýr forstjóri PCC á Bakka

PCC Bakk­iSilicon hf., sem rek­ur kís­il­ver á Bakka við Húsa­vík, tilkynnti í dag nýj­an stjórn­enda­hóp.

Tomasz Jan Horyn nýr forstjóri PCC á Bakka
Almennt - - Lestrar 351

PCC Bakk­iSilicon hf., sem rek­ur kís­il­ver á Bakka við Húsa­vík, tilkynnti í dag nýj­an stjórn­enda­hóp.

mbl.is greinir frá þessu en fram kem­ur í til­kynn­ingu PCC að nú­ver­andi rekstr­ar­stjóri fé­lags­ins, Tom­asz Jan Hor­yn, muni taka við sem for­stjóri um ára­mót­in. Hann hafi mikla þekk­ingu á starf­semi PCC Bakk­iSilicon hf. og iðnaðinum í heild sinni.  

Andri Dan Trausta­son verður aðstoðarfor­stjóri og núver­andi for­stjóri Gest­ur Pét­urs­son, mun gegna starf­inu til ára­móta til þess tryggja for­stjóra­skipt­in gangi snurðulaust fyr­ir sig hjá fé­lag­inu. Gest­ur mun í kjöl­farið taka við sem for­stjóri Um­hverf­is- og Orku­stofn­un­ar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744