Þóra Hallgrímsdóttir er maðurinnAlmennt - - Lestrar 440
Þóra Hallgrímsdóttir er maðurinn sem spurt var um þessa vikuna og kom Diddý fyrst með nafn hennar.
Fyrsta vísbending var: Maðurinn komst í fréttir fyrir ekki svo löngu síðan.
Þóra komst í fréttirnar strax á öðrum degi þessa árs þegar hún fór í sitt árlega sjósund. Á meðan hún fór í ískaldan sjóinn voru skór hennar og snyrtibudda tekin ófrjálsri hendi eins og lesa mátti á fréttavef Morgunblaðsins.
Önnur vísbending var: Sænska hljómsveitin ABBA vann Júróvísjónkeppnina á fæðingarári mannsins.
Þóra er fædd 12. apríl 1974 en skömmu síðar sigraði ABBA Júróvísjónkeppnina með laginu Waterloo.
Þriðja vísbendingin var: Foreldrar mannsins búa á Húsavík.
Þóra er dóttir Hallgríms Valdimarsson og Bjargar Sigurðardóttir sem búsett eru hér í bæ eins og flestir vita.
Fjórða vísbendingin var: Maðurinn er alnafna ömmu sinnar.
Föðuramma Þóru hét Þóra Hallgrímsdóttir og var frá Halldórsstöðum í Laxárdal.
Diddý getur nálgast pizzu, franskar og gos á Fosshótel Húsavík sem gefur verðlaunin í Hver er maðurinn.