Píluíţróttin komin til ađ vera á Húsavík

Píla hefur veriđ stunduđ á Íslandi til fjölda ára og verđur sífellt vinsćlli enda auđvelt ađ stunda hana víđa.

Píluíţróttin komin til ađ vera á Húsavík
Íţróttir - - Lestrar 105

Ljósmynd AÁB.
Ljósmynd AÁB.

Píla hefur veriđ stunduđ á Íslandi til fjölda ára og verđur sífellt vinsćlli enda auđvelt ađ stunda hana víđa. 

Íţróttin hefur hafiđ innreiđ sína af fullum krafti á Húsavík og fyrr á árinu var stofnuđ Píludeild Völsungs. Hópur fólks, ungir sem gamlir, hafa ţegar skráđ sig í deildina og fer ört fjölgandi.

Frá ţessu segir á heimasíđu Framsýnar.

Undanfarnar vikur og mánuđi hafa félagsmenn unniđ ađ ţví ađ standsetja ađstöđu í norđurendanum í kjallara Sundlaugar Húsavíkur. Búiđ er ađ grćja ţar fullkomna ađstöđu fyrir deildina sem var opnuđ međ formlegum hćtti í gćrkvöldi. Ađstađan er um 70 fermetrar og fyrsta flokks í alla stađi. Búiđ er ađ koma upp átta spjöldum međ lýsingu og fullkomnum brautum.  Miđađ viđ áhugann er ekki ólíklegt ađ stćkka ţurfi húsnćđiđ enn frekar á komandi árum en vinnan viđ núverandi ađstöđu hefur veriđ unnin í sjálfbođavinnu. Ţađ jákvćđa viđ ţessa íţróttagrein er ađ flestir ef ekki allir geta stundađ íţróttina. Fjölmörg dćmi eru um ađ ungt fólk, sem ekki hefur fundiđ sig í hefđbundnum íţróttagreinunum, hafi fundiđ sér stađ í píluíţróttinni sem er vel.

Góđir styrkir hafa fengist í verkefniđ og munar ţar mestu um styrk frá Norđurţingi sem lagđi deildinni til eina milljón króna til uppbyggingar á nýrri ađstöđu, en húsnćđiđ er í eigu sveitarfélagsins. Ţá styrktu Framsýn og Ţingiđn verkefniđ međ 200.000 kr. framlagi auk ţess sem stéttarfélögin hafa samţykkt ađ félagsmenn sem stunda íţróttina geti notađ sinn heilsueflingarstyrk hjá félögunum upp í ćfingagjaldiđ. Sú ákvörđun kemur sér afar vel fyrir félagsmenn Píludeildarinnar sem jafnframt eru félagsmenn í stéttarfélögunum ţar sem ţeir geta fengiđ allt ađ 50% niđurgreiđslu á ćfingagjöldum. Međ ţessari ákvörđun vilja stéttarfélögin halda áfram ađ gera vel viđ sína félagsmenn, ekki síst ţá sem stunda íţróttir sér til heilsueflingar.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744