Iđnađarráđherra í vörnAđsent efni - - Lestrar 454
Í fréttinni segir Katrín það vera rangt að niðurskurður á
Norðurlandi hafi verið í þeim tilgangi að setja á laggirnar vaxtarsamning á Suðurnesjum, sá samningur hafi verið löngu ákveðin og
skorið hafi verið niður um allt land. Hún segir nauðsynlegt að setja hlutina í samhengi og verið sé að skera niður um 10% í
ráðuneytinu. Katrín segir þessi skilaboð frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga koma sér verulega á óvart
því hún hafi talið að þetta hafi verið unnið í sátt við stjórnendur félagsins.
Undirritaður situr í stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga f.h. stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Það er
alveg ljóst að stjórn Atvinnuþróunarfélagsins fékk skýr skilaboð úr ráðuneytinu, það er frá undirmönnum
Katrínar, um að ekki yrði staðið við áður gefin loforð um 30 milljón króna framlag til vaxtasamnings Norðausturlands á árinu
2010. Framlagið yrði skorið niður um 5 milljónir til að stofna sambærilegan samning á Suðurnesjunum. Tilkynnt var um niðurskurðinn undir þeim
formerkjum að ef ekki yrði fallist á hann væri allt eins líklegt að samningnum yrði sagt upp. Það er rangt af ráðherranum að halda
því fram að sátt sé meðal heimamanna um niðurskurðinn. Þetta er nú það sanna í málinu háttvirtur
iðnaðarráðherra.
Aðalsteinn
Á. Baldursson.