20. júl
Hefur spilađ 300 leiki fyrir Völsung og einum beturÍţróttir - - Lestrar 230
Sá merki atburđur átti sér stađ í leik Völsungs og ÍR í 2.deild karla sl. laugardag ađ Bjarki Baldvinsson spilađi sinn 300 leik fyrir meistaraflokk Völsungs í deild og bikar.
Eru ţá ótaldir tugir ćfingaleikja og Lengjubikarsleikja. Ţetta er auđvitađ ótrúlegur árangur og gerir Bjarka enn frekar ţann langleikjahćsta í sögu Völsungs.
Bjarki kom inn á í sínum fyrsta leik í meistaraflokki 3.sept 2006 gegn Aftureldingu, ţá á 16.aldursári.
Helgina eftir spilađi hann svo sinn fyrsta byrjunarliđsleik, 9.sept 2006, á Húsavík gegn KS/Leiftri.
Bjarki er ţó hvergi nćrri hćttur og getur enn á sig blómum bćtt. Í dag er hann spilandi ađstođarţjálfari liđsins og miđlar miklu til leikmanna liđsins. Ţađ er mikill fengur í Bjarka og varla til meiri félagsmađur og Völsungur.
Á fésbókarsíđu Grćna hersins er Bjarka óskađ hjartanlega til hamingju međ áfangann og ţakkađ kćrlega fyrir frábćrt framlag sitt í gegnum árin.
Bjarki bćtti svo um betur í gćrkveldi ţegar hann kom inn á í leik gegn Haukum og hefur ţar međ á fjórđa hundrađ leikja í handrađanum.
Liđsmynd sem tekin var fyrir fyrsta byrjunarliđsleik Bjarka ţann 9. september áriđ 2006.
Bjarki og Sóley Ósk dóttir hans ađ loknum leik númer 301 sem fram fór í gćrkveldi.
Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í hćrri upplausn.