Hefur spilað 300 leiki fyrir Völsung og einum betur

Sá merki atburður átti sér stað í leik Völsungs og ÍR í 2.deild karla sl. laugardag að Bjarki Baldvinsson spilaði sinn 300 leik fyrir meistaraflokk

Hefur spilað 300 leiki fyrir Völsung og einum betur
Íþróttir - - Lestrar 230

Bjarki með Sóley dóttur sinni eftir leik nr. 301.
Bjarki með Sóley dóttur sinni eftir leik nr. 301.
Sá merki atburður átti sér stað í leik Völsungs og ÍR í 2.deild karla sl. laugardag að Bjarki Baldvinsson spilaði sinn 300 leik fyrir meistaraflokk Völsungs í deild og bikar.
 
Eru þá ótaldir tugir æfingaleikja og Lengjubikarsleikja. Þetta er auðvitað ótrúlegur árangur og gerir Bjarka enn frekar þann langleikjahæsta í sögu Völsungs.
 
Bjarki kom inn á í sínum fyrsta leik í meistaraflokki 3.sept 2006 gegn Aftureldingu, þá á 16.aldursári.
 
Helgina eftir spilaði hann svo sinn fyrsta byrjunarliðsleik, 9.sept 2006, á Húsavík gegn KS/Leiftri.
 
Bjarki er þó hvergi nærri hættur og getur enn á sig blómum bætt. Í dag er hann spilandi aðstoðarþjálfari liðsins og miðlar miklu til leikmanna liðsins. Það er mikill fengur í Bjarka og varla til meiri félagsmaður og Völsungur.

Á fésbókarsíðu Græna hersins er Bjarka óskað hjartanlega til hamingju með áfangann og þakkað kærlega fyrir frábært framlag sitt í gegnum árin. 

Bjarki bætti svo um betur í gærkveldi þegar hann kom inn á í leik gegn Haukum og hefur þar með á fjórða hundrað leikja í handraðanum.

Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson

Liðsmynd sem tekin var fyrir fyrsta byrjunarliðsleik Bjarka þann 9. september árið 2006.

 
Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson
 
Bjarki og Sóley Ósk dóttir hans að loknum leik númer 301 sem fram fór í gærkveldi.
 
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744