GH sigraði þriðju deild á Íslandsmóti golfklúbba

Golfklúbbur Húsavíkur tryggði sér sigur í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba en keppt var í Grindavík dagana 16.-18. ágúst.

GH sigraði þriðju deild á Íslandsmóti golfklúbba
Íþróttir - - Lestrar 413

Ljósmynd kylfingur.is
Ljósmynd kylfingur.is

Golfklúbbur Húsavíkur tryggði sér sigur í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba en keppt var í Grindavík dagana 16.-18. ágúst. 

 GH leikur því í 2. deild að ári, til hamingju félagar í Golfklúbbi Húsavíkur.

Á kylfingur.is segir að GH hafi haft betur í úrslitaleiknum gegn Golfklúbbi Sauðárkróks, 2-1, og sigurinn kærkominn fyrir klúbbinn eftir að hafa tapað naumlega úrslitaleiknum í 3. deild í fyrra.

Golfklúbbur Fjallabyggðar hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Golfklúbb Hveragerðis í leik um þriðja sætið. Golfklúbburinn Geysir féll í 4. deild og skiptir því við Golfklúbbinn Flúði sem leikur í 3. deild á næsta ári.

Lokastaðan í 3. deild karla árið 2019:

1. Golfklúbbur Húsavíkur
2. Golfklúbbur Sauðárkróks
3. Golfklúbbur Fjallabyggðar
4. Golflúbbur Hveragerðis
5. Golfklúbbur Grindavíkur
6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
7. Golfklúbbur Borgarness
8. Golfklúbburinn Geysir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744