27. nóv
Elfar Árni snýr aftur heim í Völsung - Undirskriftir í vallarhúsinuÍţróttir - - Lestrar 165
Elfar Árni Ađalsteinsson er genginn til liđs viđ Völsung og mun leika međ uppeldisfélagi sínu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.
Elfar Árni skrifađu undir eins árs samning í dag og er hann gífurlegur fengur fyrir félagiđ
Elfar Árni fór í Breiđablik áriđ 2012 og spilađi ţar í ţrjú ár, 56 leiki og skorađi 14 mörk. Ţađan lá leiđ hans í KA ţar sem hann spilađi viđ góđan orđstír síđustu tíu árin, 209 leiki í deild og bikar og skorađi 73 mörk.
Elfar Árni og ármann Örn Gunnlaugsson formađur knattspyrnudeildar Völsungs takast í hendur ađ lokinni undirskrift.
Ármann Örn hafđi í nógu ađ snúast ţví ţađ voru fleiri samningar undirritađir í vallarhúsinu í dag.
Ađalsteinn Jóhann Friđriksson framlengdi samning sinn sem ţjálfari meistaraflokka til tveggja ára í dag. Alli Jói er ađ verđa hokinn af reynslu, en hann hefur stýrt karlaliđinu síđustu tvö ár og kvennaliđinu síđustu fimm ár. Alli átti frábćrt sumar og sýndi snilli sína er hann fór upp međ strákana og í harđri toppbaráttu međ stelpurnar fram í síđasta leik.
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliđi, framlengdi samning sinn til tveggja ára. Arnar er 22 ára og hefur veriđ algjör lykilmađur í liđi Völsungs síđustu ár. 139 leikir fyrir Völsung í deild og bikar og 15 mörk skoruđ. Ekki misst úr mínútu síđan sumariđ 2019! Alvöru fyrirmynd og leiđtogi.
Bjarki Baldvinsson er hvergi nćrri hćttur og skrifađi undir samning til eins árs en Bjarki er langleikjahćsti leikmađur í sögu Völsungs međ 325 leiki og 50 mörk í deild og bikar. Ţrjátíu og fjögra ára gamall og í honum býr ómetanleg reynsla og gćđi í Bjarka en hann hefur veriđ máttarstólpi í Völsungsliđinu síđustu 11 ár.
Rafnar Máni Gunnarsson framlengir til eins árs en ţessi 22 ára altmuligt leikmađur og hlaupavél hefur veriđ einn mikilvćgasti mađur liđsins undanfarin ár. Rafnar á ađ baki 112 leiki fyrir Völsung í deild og bikar og hefur skorađ í ţeim 7 mörk.
Á Fésbókarsíđu Grćna hersins er Elfar Árni bođinn velkominn heim og framlengingum samninga viđ Alla Jóa, Arnar, Bjarka og Rafnar fagnađ.
Liđiđ hefur hafiđ undirbúning sinn fyrir Lengjudeildina og von er á frekari fregnum á nćstunni!