Erna Sigríður ráðin launafulltrúi Norðurþings

Erna Sigríður Hannesdóttir hefur verið ráðin í starf launafulltrúa hjá Norðurþingi sem auglýst var í janúar.

Erna Sigríður Hannesdóttir.
Erna Sigríður Hannesdóttir.

Erna Sigríður Hannesdóttir hefur verið ráðin í starf launafulltrúa hjá Norðurþingi sem auglýst var í janúar.

Erna er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur undanfarið starfað við bakvinnslu og ráðgjöf hjá Sjóvá í Reykjavík.
 
Í tilkynningu á vef Norðurþings segir að Erna muni væntanlega koma til starfa í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík í byrjun apríl.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744