25. jan
Aukning á skipakomum til HúsavíkurAlmennt - - Lestrar 156
Mikil aukning hefur verið á skipakomum til Húsavíkur nú í byrjun árs og hefur mátt sjá skipin bíða fyrir utan höfnina undan-farna daga.
Á heimasíðu Norðurþings segir að aukninguna megi rekja til þess að um áramót fór kísilver PCC á Bakka við Húsavík að framleiða á fullum afköstum á ný eftir að hafa keyrt á hálfum afköstum á síðasta ári.
Í sumar er gert ráð fyrir að 54 skemtiferðaskip heimsæki Húsavík heim en á síðasta ári komu alls 41 skemmtiferðaskip til Húsavíkur.
Hér má sjá dagatal sem sýnir komur skemmtiferðaskipa árið 2024