Vor- og sumarmánuðir nýttir til framkvæmda hjá OH

Að venju hafa vor- og sumarmánuðirnir verið nýttir til ýmissa framkvæmda hjá Orkuveitu Húsavíkur.

Frá Kópaskeri.
Frá Kópaskeri.

Að venju hafa vor- og sumarmánuðirnir verið nýttir til ýmissa framkvæmda hjá Orkuveitu Húsavíkur.

Á heimasíðu OH segir vinnu við uppgerð á lögnum í dæluhúsi við Kópasker hafi lokið í vor. Eldri lagnir hafi verið komnar á aldur og því kominn tími á endurnýjun.

Samhliða þessu var farið í endurbætur á stíflu við vatnsbólið á Katastöðum. Með þessum framkvæmdum er aukið afhendingaröryggi á hreinu og góðu vatni til íbúa Kópaskers og næsta nágrennis.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744