Völsungur hafði betur gegn ÍAÍþróttir - - Lestrar 158
Völsungur er í öðru sæti 2. deildar kvenna í fótbolta eftir 3-2 heimasigur á ÍA í gær.
Sylvía Lind Henrysdóttir kom Völsungi yfir snemma leiks en Samira Suleman jafnaði fyrir ÍA tíu mínútum síðar.
En það stóð ekki lengi því Berta María Björnsdóttir kom heimastúlkum yfir örskömmu síðar og staðan 2-1 í hálfleik.
jafnaði leikinn fyrir gestina þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Völsungar tryggðu sér stigin þrjú með sigurmarki Sonju Bjargar Sigurðardóttur á 88. mínútu.
Völsungur er í öðru sæti 2. deildar og eiga eftir útileik gegn toppliði Fram fyrir sunnan um næstu helgi.
Það er síðasta umferð deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst.
Sylvía Lind kom Völsungum á bragðið snemma leiks.
Samira Suleman jafnaði í 1-1.
Markaskorararnir Berta María og Sonja Björg th. fagna marki þeirra fyrrnefndu.
Bryndís Rún Þórólfsdóttir fyrirliði ÍA jafnaði í 2-2.
Þær grænu fagna sigurmarkinu.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.