Völsungur hafði betur gegn ÍA

Völsung­ur er í öðru sæti 2. deild­ar kvenna í fót­bolta eft­ir 3-2 heima­sig­ur á ÍA í gær.

Völsungur hafði betur gegn ÍA
Íþróttir - - Lestrar 158

Völsungar fagna sigurmarkinu.
Völsungar fagna sigurmarkinu.

Völsung­ur er í öðru sæti 2. deild­ar kvenna í fót­bolta eft­ir 3-2 heima­sig­ur á ÍA í gær.

Sylvía Lind Henrys­dótt­ir kom Völsungi yfir snemma leiks en Samira Su­lem­an jafnaði fyrir ÍA tíu mínútum síðar.

En það stóð ekki lengi því Berta María Björnsdóttir kom heimastúlkum yfir örskömmu síðar og staðan 2-1 í hálfleik.

 jafnaði leikinn fyrir gestina þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Völsungar tryggðu sér stigin þrjú með sig­ur­mark­i Sonju Bjargar Sig­urðardótt­ur á 88. mín­útu.

Völsungur er í öðru sæti 2. deildar og eiga eftir útileik gegn toppliði Fram fyrir sunnan um næstu helgi.

Það er síðasta umferð deildarinnar áður en úrslitakeppni hefst.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sylvía Lind kom Völsungum á bragðið snemma leiks.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Samira Su­lem­an jafnaði í 1-1.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Markaskorararnir Berta María og Sonja Björg th. fagna marki þeirra fyrrnefndu.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bryndís Rún Þórólfsdóttir fyrirliði ÍA jafnaði í 2-2.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þær grænu fagna sigurmarkinu.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744