05. mar
Völsungsstelpurnar með stórsigur í LengjubikarnumÍþróttir - - Lestrar 250
Völsungsstelpurnar byrjuðu Lengjubikarinn með stæl þegar þær völtuðu yfir Einherja frá Vopnafirði á heimavelli.
Hildur Anna Brynjarsdóttir gerði fyrstu tvö mörkin í fyrri hálfleik.
Þær Sylvía Lind Henrysdóttir og Elísabet Ingvarsdóttir (2) kláruðu síðan leikinn í seinni háfleik. Úrslitin 5-0 en þetta voru fyrstu meistaraflokksmörk Sylvíu og Elísabetar
Þess má nú geta að Elísabet er aðeins 13 ára gömul og Halla Bríet Kristjánsdóttir, jafnaldra Elísabetar, spilaði svo allar mínúturnar í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir meistaraflokk. Framtíðin er björt
"Glæsilegur fyrsti leikur í Lengjubikar og nú er bara áfram gakk í undirbúningi fyrir sumarið! Frétta er svo að vænta af leikmannamálum á næstu dögum" segir á Fésbókarsíðu Græna hersins.
Frá leik Völsungs og Einherja í dag.