Vindorka í Norðurþingi

Á fundi bæjarráðs Norðurþings sl. fimmtudag lá fyrir erindi frá EAB, New Energy Europe, en félagið hefur áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um

Vindorka í Norðurþingi
Almennt - - Lestrar 839

Vindmillur.
Vindmillur.

Á fundi bæjarráðs Norðurþings sl. fimmtudag lá fyrir erindi frá EAB, New Energy Europe, en félagið hefur áhuga á samstarfi við sveitarfélagið um uppsetningu á vindorkugarði í nágrenni Húsavíkur.

Erindinu fylgdi viljayfirlýsing (e: Memorandum of Understanging) þar sem fram koma þau atriði sem aðilar eru sammála um að vinna að.

Með vilayfirlýsingunni er samstarfið komið í formlegri farveg og hægt að stíga næstu skref sem eru að tryggja land undir vindmyllugarðinn og koma upp mælingamöstrum til frekari rannsókna á vindskilyrðum á svæðinu.

Bæjarráð tók jákvætt í frekari viðræður við fyrirtækið um mögulegan framgang verkefnisins. Bæjarstjóra var falið að afla ítarlegri upplýsinga um verkefnið og boða EAB, New Energy Europe, til næsta fundar. (nordurthing.is)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744