Veglegir vinningar í piparkökuhúsakeppni Húsavíkurstofu og Safnahússins

Húsavíkurstofa og Safnahúsið á Húsavík efna til Piparkökuhúsakeppni, en keppnin er hluti af aðventuhátíðinni "Jólabærinn minn" sem fer fram dagana 2. til

Guðni Bragason er formaður dómnefndar.
Guðni Bragason er formaður dómnefndar.

Húsavíkurstofa og Safnahúsið á Húsavík efna til Piparköku-húsakeppni, en keppnin er hluti af aðventuhátíðinni "Jólabærinn minn" sem fer fram dagana 2. til 4. desember, en húsin verða til sýnis í Safnahúsinu frá 2. desember fram í miðjan mánuð.

"Það var mat okkar í skipulagshópi aðventuhátíðarinnar að Guðni Bragason yrði að vera formaður dómnefndarinnar, enda myndi enginn leggja í að taka þátt ef hann væri meðal keppenda," segir Örlygur Hnefill hjá Húsavíkurstofu. Ásamt þeim Örlygi og Guðna eru þær Sigríður Örvarsdóttir safnahússtjóri og Huld Hafliðadóttir hjá Húsavíkurstofu í dómnefndinni.
 
Verðlaunin eru vegleg en sigurvegari keppninnar fær fyrsta flokks Húsavíkurhangikjöt frá Norðlenska, gjafabréf í Sjóböðin á Húsavík, Sögu Húsavíkur að gjöf frá Norðurþingi og 10 þúsund króna gjafabréf frá Húsavíkurstofu sem gildir í verslanir og þjónustu í bænum. Annað sæti fær glaðning frá versluninni Garðarshólma, auk þess að fá Sögu Húsavíkur og 5 þúsund krónu Húsavíkurgjafabréf.
 
Auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta piparkökuhús nemanda á grunnskólaaldri og hlýtur sigurvegari þar verðlaun frá Pennanum á Húsavík, Sögu Húsavíkur, gjafabréf í Sjóböðin og 5 þúsund krónu Húsavíkurgjafabréf.
Keppendur eiga að mæta með sín hús í Safnahúsið þann 1. desember þar sem tekið verður á móti þeim og þau skráð til keppni.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744