Tónleikar í Menningarhúsinu Hofi Akureyri

Mig langar til að setja hér upplýsingar um mjög merkilega tónleika í Hofi á Akureyri af því að ég tel að þarna sé tónlistarviðburður fyrir alla

Tónleikar í Menningarhúsinu Hofi Akureyri
Aðsent efni - - Lestrar 589

Menningarhúsið Hof. Ljósm. menningarhus.is
Menningarhúsið Hof. Ljósm. menningarhus.is

Mig langar til að setja hér upplýsingar um mjög merkilega tónleika í Hofi á Akureyri af því að ég tel að þarna sé tónlistarviðburður fyrir alla Norðlendinga sem eiga heimangengt.

Ég leyfi mér að kynna hér og minna á að á laugardaginn, 3. desember, verða í Hofi einhverjir merkustu tónleikar á Norðurlandi þetta árið. Kristin Sigmundsson þarf ekki að kynna söngfólki, hann er einn besti - ef ekki besti -bassasöngvari heims. Víking Heiðar Ólafsson þarf heldur ekki að kynna, þessi bráðungi drengur hefur spilað sig svo dátt inn í tónlistarheiminn á undanförnum misserum.

Vðfangsefnið er Vetrarferðin (Die Winterreise) lagaflokkur eftir Franz Schubert við ljóð Wilhelms Müller. Vetrarferðin er í tveimur hlutum, með tólf kvæðum í hvorum hluta og segir sögu af ungum manni, óendurgoldinni ást hans og ferðalagi hans að vetri. Mörg af þessum sönglögum eru jafnvel orðin hluti af söngheimi Íslendinga.

Kristinn Sigmundsson hefur sungið Vetrarferðina margoft og meðal annars gefið hana út á plötu með Jónasi vini sínum Ingimundarsyni. Gagnrýnendur voru á því máli þegar Kristinn og Víkingur stilltu saman strengi sína í vor í Hörpu að þar hefði gerst eitthvert undur. Samvinna og samstilling þessa reynslobolta í söng af öllu tagi og hins unga píanósnillings hefði verið með ólíkindum. Svo vel tókst til, að minnsta kosti, að þeir félagar hafa verið hvattir til að hljóðrita þessa útgáfu sína á Vetrarferð Schuberts. Og ég veit ekki betur en það verði.

 Kveðja

Sverrir Páll Erlendsson


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744