13. okt
Sölusýning á ljósmyndum úr safni Péturs ljósmyndaraAlmennt - - Lestrar 251
Á morgun, föstudag kl. 14, opnar í Safnahúsinu á Húsavík sölusýning á ljósmyndum úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara.
Pétur, sem féll frá í apríl á þessu ári, var listamaður Norðurþings árið 2020 og hélt veglega sýningu í tilefni þess í fyrra.
Sýningin nú er á jarðhæð Safnahússins og stendur aðeins í tvær vikur.
Allur ágóði sölunnar mun renna til Krabbameinsfélags Suður-Þingeyinga.