Skák í skólanaAđsent efni - - Lestrar 53
Heimsókn Skákskóla Íslands og “Skák í skólanna” til Húsavíkur 30-31 janúar 2009.
Skákfélagið Goðinn
Fjöltefli í Borgarhólsskóla og skákkennsla fyrir börn og unglinga!
Föstudaginn 30. janúar.
Kl 13:00. Fjöltefli fyrir alla nemendur í Borgarhólsskóla, sem áhuga hafa, við FIDE meistarann Davíð Kjartansson. Fjölteflið fer fram í stofu 6. í Borgarhólsskóla.
Kl 15:00. Skákkennsla á vegum Skákskóla Íslands og skákfélagsins Goðans í sal Framsýnar-stéttarfélags að Garðarsbraut 26.
Kennslan er ætluð öllum börnum í Þingyejarsýslu sem áhuga hafa á skák. Kennslunni lýkur kl 17:30.
Kl 20:30. Fjöltefli fyrir fullorðna við alþjóðlega meistarann Björn Þorfinnsson forseta skáksambands Íslands í stofu 6. í Borgarhólsskóla.
Laugardagur 31. janúar.
Kl 10:00 : Áframhaldandi skákkennsla í sal Framsýnar-stéttarfélags.
Kl 12:00 : Pizzu-hlaðborð fyrir þátttakendur á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Kl 13:00 Skákmót Skákskóla Íslands fyrir börn og unglinga.
Vegleg verðlaun í formi skákbókavinninga.
Fjölteflið og skáknámskeiðið er ókeypis, en pizzu-hlaðborðið kostar 1100 krónur fyrir 9 ára og yngri og 1400 krónur fyrir 10 ára og eldri.
“Skák í skólna” Skákskóli Íslands, Borgarhólsskóli og Skákfélagið Goðinn.