Sigur hjá Völsungsstelpunum í síđasta leik í MizunodeildinniÍţróttir - - Lestrar 584
Völsungur sótti Aftureldingu heim í Mizunodeild kvenna í gćrkvöldi en bćđi liđ voru ađ leika sína síđustu deildarleiki í vetur.
Blakfréttir.is segja svo frá leiknum:
Leikurinn fór fram í Varmá og stillti Afturelding upp ungu og efnilegu byrjunarliđi. Međalaldur Aftureldingar var í kringum 19 ár en alls voru 5 leikmenn úr byrjunarliđinu fćddar áriđ 2000.
Einhvađ virtust ţessar ungu og efnilegu stelpur vera taugastrektar í byrjun leiks ţví Völsungur náđi góđu forskoti strax í fyrstu hrinu. Völsungur átti í raun ekki í miklum vandrćđum í leiknum sem lauk međ 3-0 sigri Völsungs (25-12, 25-16, 25-11). Afturelding gat leyft sér ađ hvíla flestar af sínum sterkustu stelpum og gefa öđrum tćkifćri. Leikurinn var afar ţýđingalítill ţví bćđi liđ gátu ekki fariđ ofar né neđar í Mizunodeildinni.
Stigahćst í leiknum var Sladjana Smiljanic leikmađur Völsungs međ 16 stig. Stigahćst í liđi Aftureldingar var Ţórey Símonardóttir međ 5 stig.
Afturelding endar ţví deildarkeppnina međ 38 stig í 2.sćti. Völsungur endar međ 23 stig í 5.sćti en Völsungur var líkt og Afturelding ađ leika sinn síđasta deildarleik í vetur.
Völsungur mćtir HK í 1. umferđ úrslitakeppninnar.
(blakfrettir.is)