PCC á Bakka þarf nýtt fé í reksturinn

Aukið fé þarf inn í rekstur kísilvers PCC á Bakka eftir þungan rekstur undanfarin ár.

PCC á Bakka þarf nýtt fé í reksturinn
Almennt - - Lestrar 308

Aukið fé þarf inn í rekstur kísilvers PCC á Bakka eftir þungan rekstur undanfarin ár.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu en vinna við fjárhagslega endurskipu-lagningu félagsins er langt komin og vonast er til að henni ljúki fyrir lok septembermánaðar.

Eitt og hálft ár er síðan fjárhagur félagsins var síðast endurskipulagður.

Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri PCC á Bakka, segir að ekki sé hægt að tjá sig um það með hvaða hætti að svo stöddu en það verði vonandi kynnt fljótlega.

Lesa meira..


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744