Nýr bátur í flotann

Nýr bátur kom til Húsavíkur í kvöld þegar Sigrún Björk ÞH 100 kom siglandi frá Akureyri en þangað var bátnum ekið í dag.

Nýr bátur í flotann
Almennt - - Lestrar 143

Sigrún Björk ÞH 100.
Sigrún Björk ÞH 100.

Nýr bátur kom til Húsavíkur í kvöld þegar Sigrún Björk ÞH 100 kom siglandi frá Akureyri en þangað var bátnum ekið í dag.

Sigrún Björk er Sómi 990 sem Víkingbátar á Esjumelum á Kjalarnesi smíðuðu fyrir Doddu ehf. en að því fyrirtæki standa hjónin Haukur Eiðsson skipstjóri og Unnur Sigurðardóttir.

Báturinn, sem verður gerður út til handfæraveiða, er 9,9 metrar að lengd og mælist 7,93 brl. að stærð.

Ljósmynd Hafþór

Sigrún Björk ÞH 100 við komuna til Húsavíkur.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744