10. nóv
Norðurþing og Vís gera samning um tryggingar sveitarfélagsinsAlmennt - - Lestrar 240
Á dögunum skrifuðu Vís og Norðurþing undir samning um tryggingar sveitarfélagsins til næstu þriggja ára.
Í tilkynningu á vef sveitar-félagsins segir að Vís og Norðurþing hafi átt gott samstarf í hátt í fjóra áratugi og því er mikil ánægja með að samstarfið haldi áfram.
Samningur var gerður eftir útboð hjá Concello ehf. löggildri vátryggingamiðlun.
Í samstarfinu hefur verið mikil áhersla á forvarnir og stefnir Norðurþing á að vera fremst meðal annarra sveitarfélaga í forvörnum.
Á meðfylgjandi mynd eru Drífa Valdimarsdóttir, staðgengill sveitarstjóra Norðurþings ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni, viðskiptastjóra Vís.