17. sep
Mynd dagsins - Nestið borðað á SkálamelMynd dagsins - - Lestrar 332
Mynd dagsins var tekin í gær á degi íslenskrar náttúru sem haldinn er 16. september ár hvert.
Göngu- og útivistardagur Borgarhólsskóla var í gær og gengu nemendur og starfsfólk ýmsar leiðir hér í nágrenni Húsavíkur.
Nemendur annars og þriðja bekkjar gengu t.a.m upp á Neðri-Skálamel og að Skálatjörn. Síðan var gengið niður að Kofamel í gegnum skógræktina. Gangan var um fjórir kílómetrar og markmið að ganga vel um náttúruna og skilja ekkert rusl eftir.
Myndin var tekin á Neðri-Skálamel þegar áð var um stund og nestið borðað. Fallegt haustveður var og Húsavík og Skjálfandi skörtuðu sínu fegursta.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.