Mynd dagsins - Aðalsteinn Árni las upp úr bók Guðna ÁgústssonarMynd dagsins - - Lestrar 303
Mynd dagsins var tekin í dag á kaffihúsinu H é r n a við Stóragarð.
Myndin sýnir Aðalstein Árna Baldursson frístundabónda og formann Framsýnar en hann las nú síðdegis upp úr bók Guðna Ágústssonar, Á ferð og flugi, fyrir gesti kaffihússins.
Bókin kom nýlega út og hefur selst í þúsundun eintaka. Í bókinni fer Guðni með lesendum í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi, það er skemmtilega og forvitnilega viðmælendur. Guðni gerði sér að sjálfsögðu ferð í Grobbholt á Húsavík sem orðið er eitt þekktasta fjárbú á Íslandi.
Aðalsteinn Árni las þann kafla bókarinnar sem fjallaði um heimsóknina í Grobbholt auk fleiri frásagna, m.a frá heimsókn Guðna til Vestmannaeyja.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.