Menningar- og hrútadagar á RaufarhöfnAlmennt - - Lestrar 195
Boðið verður uppá fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á menningar- og hrútadögum á Raufarhöfn sem fara fram næstu daga.
Boðið verður uppá pókerkvöld, gönguferð, bíósýningu, hagyrðingakvöld og margt fleira.
Einn af hápunktum hátíðarinnar er Hrútadagurinn 2. október í Faxahöllinni á Raufarhöfn. Þar setur Níels Árni dagskrá kl 14:00.
Síðan verður bókakynning og stígvélakast og barnadagskrá. Sala og uppboð verður á hrútum sem Níels Árni Lund stjórnar.
Um kvöldið verða tónleikar með Hvanndalsbræðrum í félagsheimilinu Hnitbjörgum.
Á heimasíðu Norðurþings eru allir áhugasamir hvattir til að kynna sér dagskrána á menningar-og hrútadögum á Raufarhöfn.
Hægt er að sjá dagskrána hér