Lítill rúntur um víðáttur Ástralíu - loka hluti - Victoria og New South Wales

Ekið var inn til Victoriu sem er syðsta fylkið á þessari litlu eyju og ákveðið var að fara skoða Postulana 12 sem eru á Great Ocean Road.

Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir.
Jónas Sigmarsson og Þórhildur Jónsdóttir.

Ekið var inn til Victoriu sem er syðsta fylkið á þessari litlu eyju og ákveðið var að fara skoða Postulana tólf sem eru á Great Ocean Road. 

Postularnir eru nú samt ekki tólf heldur eru þeir átta eins og er. Á þessari leið eru margir fallegir staðir að skoða, til dæmis The London Bridge, og svo Postularnir tólf jú eða átta.

Hilda við London Bridge

Hilda við The London bridge.

Postularnir 12

Postularnir tólf.

Postularnir 12 eru mikið aðdráttarafl hér í Ástralíu og voru hundruðir manna á svæðinu þegar við komum. Þegar hér var komið var ákveðið að fara finna sér náttstað, og var stoppað við Appolo Bay sem er einn af syðstu bæjum í Ástralíu, mjög fallegur bær.

Nú var stefnan tekin á Melbourne, sem er talin ein besta borg til að búa í heiminum.

Við fórum og hittum á „Dóttur“ Stúllu og „hitaveitu“ Gvends hana Nicolu en hún var skiptinemi hjá þeim í kringum 1990 og Paul manninn hennar. Þau tóku rosalega vel á móti okkur og tóku ekki annað í mál en að við myndum gista og eyddum við með þeim þrem dásamlegum dögum í Melbourne.

Hilda og Nicola

Hilda og Nicola við útilistaverk í Melbourne.

St. Kilda

St. Kilda ströndin í Melbourne.

Jónas og Hilda í Melbourne

Hjónakornin Jónas og Hilda í Melbourne.

í Melbourne

Í Melbourne.

Í Melbourne

Í Melbourne.

Í Melbourne

Í Melbourne.

Eftir dásamlega daga í Melbourne var haldið áfram til austurs og farið með ströndinni og áfangastaðurinn New South Wales. Margir fallegir bæir eru á þessari leið og gífurleg skógrækt er í Victoríu og keyrðum við mörg hundruð kílómetra í gegnum þessi ræktarsvæði. Er komið var austur með ströndinni var orðið vætusamt og var náttstaðurinn rétt við landamæri New South Wales á skemmtilegum stað sem ber það skemmtilega nafn Mallacoota.

Tjaldstæðið í Mallacoota

Tekin í morgunsárið á tjaldstæðinu í Mallacoota.

Frá Mallacoota var ekið inn til New South Wales, og stefnan tekinn á Sydney. Við fórum alla leið til Sydney, þar sem veðrið var ekkert sérstak,t rigning og kalt eða um 10 gráður enda er hér harður vetur haha.

Við gistum eina nótt í Sydney, en við vorum búin að skoða Sydney fyrir rúmu ári síðan og því var ekkert farið inní borgina sjálfa, heldur bara fundinn náttstaður, og var hann sá versti í allri ferðinni. Eftir þessa nótt i Sydney var ákveðið að halda af stað „heim“ til Gold Coast þar sem það var rigning og leiðindaveður í Sydney og í raun nánast alla leið.

Þegar við komum svo inní Queensland fór sólin loks að skína á ný, þegar þangað var komið og hringnum var lokað höfðum við ekið um 9.500 km. á rúmum þremur vikum, takk fyrir pent.

Þessari ferð hefðum við aldrei vilja missa af, það var ótrúlega gaman að sjá og koma á alla þessa staði, og sjá fjölbreytileikann í Ástralskri náttúru. Stórkostleg upplifun í alla staði J  

Bestu kveðjur til ykkar allra heima, þökkum þeim sem nenntu að lesa þessa ferðasögu okkar.

Jónas og Hilda. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744