18. des
Lára Björg ráðin í stöðu félagsmálastjóra NorðurþingsAlmennt - - Lestrar 417
Lára Björg Friðriksdóttir hefur verið ráðin í stöðu félagsmálastjóra Norðurþings.
Lára lauk meistaranámi í félagsráðgjöf til starfsréttinda frá Háskóla Íslands árið 2018.
Hún hefur starfað hjá Norðurþingi undanfarin ár sem yfirfélagsráðgjafi í félagsþjónustu.
Áður starfaði hún við aðhlynningu aldraðra, sem stuðningsfulltrúi á heimili fyrir fjölfatlaða fullorðna einstaklinga, í starfsnámi hjá félagsþjónustu Akureyrarbæjar með BA námi og í starfsþjálfun í meistaranámi hjá barnavernd Eyjafjarðar.
Fram kemur í tilkynningu að Lára muni hefja störf sem félagsmálastjóri strax á nýju ári.