Krefjandi aðstæður í Gamlárshlaupi Völsungs

Gamlárshlaup Völsungs var haldið í morgun en ræst var frá sundlaug Húsavíkur kl. 11. Það var Hlaupahópurinn Skokki sem sá um utanumhald hlaupsins að vanda.

Krefjandi aðstæður í Gamlárshlaupi Völsungs
Íþróttir - - Lestrar 401

Hlaupið af stað í Gámlárshlaupi Völsungs.
Hlaupið af stað í Gámlárshlaupi Völsungs.

Gamlárshlaup Völsungs var haldið í morgun en ræst var frá sundlaug Húsavíkur kl. 11. Það var Hlaupahópurinn Skokki sem sá um utanumhald hlaupsins að vanda. 

Þetta er 11 árið í röð sem hlaupið er haldið og hefur það farið fram á Gamlársdag í níu af þessum skiptum en tvívegis þurfti að hnika dagsetningunni til vegna veðuraðstæðna.
 
Að þessu sinni börðust þáttakendur við nokkuð krefjandi hálku og sterka sunnanátt en verulega hafði hlánað um morguninn. Starfsmenn Norðurþings höfðu þó gert vel að skafa brautina og sanda þannig að hún var hlaupafær á meðan á viðburðinum stóð.
 
Þátttakendurnir voru samtals 22, sem er með minnsta móti samanborið við fyrri ár en ekki er ólíklegt að fyrrgreindar aðstæður hafi haft sitthvað að segja um það.
Ljósmynd Hafþór - 640.is
Hákon Hrafn kemur í mark.
 
Vegalengdir voru 3 km skemmtiskokk, 5 km og 10 km með tímatöku. Í 10 km kom Hákon Hrafn Sigurðsson fyrstur af körlum á tímanum 45:03, Ágúst Brynjarsson varð annar á 47:05 og Tómas Pétursson þriðji á 49:6.
 
Ruth og Anna Halldóra
Ruth Ragnarsdóttir og Anna Halldóra Ágústsdóttir.
Mynd aðsend.
 
Anna Halldóra Ágústsdóttir varð fyrst kvenna á 47:48 og Ruth Ragnarsdóttir önnur á 53:02.
 
Sigmar Stefánsson
Sigmar Stefánsson kemur í mark.
Mynd aðsend.
 
Í 5 km hlaupi varð Sigmar Stefánsson hlutskarpastur karla á tímanum 23:41, Arnór Aðalsteinn Ragnarsson annar á 24:15 og Elías Frímann Elvarsson þriðji á 24:30. Elísabet Ingvarsdóttir sem aðeins er 11 ára var eina konan í þessarri vegalengd og kom í mark á mjög góðum tíma 27:39.


Hlaupahópurinn Skokki vill þakka styrktaraðilum hlaupsins, MS sem skaffaði Hleðslu fyrir þátttakendur í leikslok, Norðurþingi sem sandaði brautina og bauð þátttakendum í sund eftir á og Kiwanisklúbbnum Skjálfanda sem ræsti hlaupið með flugelda. 

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Hákon Hrafn Sigurðsson.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Ágúst Þór Brynjarsson.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Tómas Pétursson.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Anna Halldóra Ágústsdóttir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744