Komu með sex íbúða raðhúseiningar til HúsavíkurAlmennt - - Lestrar 260
Bjarg íbúðafélag, sem er óhagnaðardrifið íbúðafélag, hefur unnið að því síðustu mánuði að byggja sex íbúða raðhús að Lyngholti 42-52 á Húsavík í samstarfi við Norðurþing.
Um er að ræða svokölluð kubba-hús en íbúðirnar voru smíðaðar hjá SG húsum ehf. á Selfossi.
Þær eru í tólf einingum sem fluttar voru á öflugum flutningabifreiðum til Húsavíkur.
Á meðfylgjandi myndum má sjá bílalestina nálgast Húsavík á tólfta tímanum í morgun sem og frá því er einingarnar voru hífðar á grunninn.
Reiknað er með að íbúðirnar, sem eru fjögurra herbergja, verði tilbúnar með vorinu.
Starfsmenn SG húsa gera allt klárt í morgunsárið.
Svona var staðan um kvöldmatarleytið, eftir að hífa síðustu eininguna.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.