Kepptu í Færeyjum með U16 í blaki

Völsungarnir Agnes Björk Ágústsdóttir og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir voru nýlega valdar í U16 ára blaklandslið Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu

Kepptu í Færeyjum með U16 í blaki
Íþróttir - - Lestrar 413

Heiðdís Edda og Agnes Björk.
Heiðdís Edda og Agnes Björk.

Völsungarnir Agnes Björk Ágústsdóttir og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir voru nýlega valdar í U16 ára blaklandslið Íslands sem keppti á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Færeyjum.

Ísland keppti þar fjóra leiki en Norðurlöndin áttu þar landslið auk Írlands og Eistlands. Ísland keppti lokaleikinn um 5. sætið við Írland og höfðu þær írsku sigur 3-1.

Íslensku stelpurnar enduðu því í 6. og neðsta sæti en eins og Lárus Jón Thorarensen aðstoðarþjálfari Íslands segi á blakfréttir.is koma þær heim reynslunni ríkari enda gífurlega mikilvægt fyrir leikmenn á þessum aldri að fá að spila eins mikið og hægt er við aðrar þjóðir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744