Jakob Sævar skákmeistari Goðans 2025

Jakob Sævar Sigurðsson varð skákmeistari Goðans 2025 er hann vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni síðdegis í dag.

Jakob Sævar skákmeistari Goðans 2025
Íþróttir - - Lestrar 97

Jakob Sævar Sigurðsson skákmeistari Goðans 2025.
Jakob Sævar Sigurðsson skákmeistari Goðans 2025.

Jakob Sævar Sigurðsson varð skákmeistari Goðans 2025 er hann vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni síðdegis í dag.

Þeir voru efstir með þrjá vinninga, ásamt Adam Ferenc Gulyas, fyrir lokaumferðina. Jakob fékk 4 vinninga af 5 mögulegum í mótinu.

Ljóst var fyrir skák Jakobs og Hermanns að sigurvegarinn yrði skákmeistari félagsins og því mikið undir.

Adam gerði jafntefli við Smára Sigurðsson í lokaumferðinni, sem tryggði Adam 2. sætið í mótinu með 3,5 vinninga. Stigagróði Adams í mótinu var 51 stig, sem er verulega mikið.

Smári Sigurðsson varð í 3. sæti með 3 vinninga á oddastigum, en Rúnar Ísleifsson, Hermann og Kristján Ingi Smárason, fengu einnig þrjá vinninga.

Sjá nánar hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744