28. maí
Ísland Evrópumeistari smáþjóða í blaki kvennaÍþróttir - - Lestrar 192
Kvennalið Íslands í blaki keppti til úrslita á Smáþjóðaleikum í Lúxemborg í dag.
Leikið var gegn Skotum og var um æsispennandi leik að ræða þar sem Ísland hafði betur, 3-2.
Áður hafði Ísland unnið Norður-Írland örugglega 3-0 og Lúxemborg 3-2.
Eins og áður hefur komið fram á Völsungur þrjá leikmenn í liðinu.
Það eru þær Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir, Kristey Marín Hallsdóttir og Sigrún Marta Jónsdóttir sem voru að taka þátt í sínu fyrsta móti með A-landsliðinu.
Ljósmyndir fengnar af Fésbókarsíðu Blakdeildar Völsungs.