19. mar
Húsavíkurkirkja - Varðandi andlátstilkynningar og flöggunAlmennt - - Lestrar 154
Starfsfólk Húsavíkurkirkju hefur komist að samkomulagi við N1 og Olís um að flaggað verði þar í hálfa stöng við andlát.
En á útfarardegi verður flaggað við Húsvíkurkirkju, Stjórnsýsluhúsið og Kirkjugarðinn líkt og tíðkast hefur.
Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Húsavíkurkirkju að það sé velkomið og vinsamleg tilmæli að aðstandendur tilkynni kirkjuverði í síma 8351907, ósk um flöggun og einnig ef óskað er eftir að tilkynna andlát á heimasíðu kirkjunnar.